19.11.1963
Neðri deild: 18. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1820 í B-deild Alþingistíðinda. (1209)

58. mál, aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Heilbr: og félmn. hefur haft frv. það, sem hér liggur fyrir, til athugunar og mælir n. einróma með, að það verði samþ. óbreytt, eins og fram kemur í nál. á þskj. 75.

Breyting sú, sem frv. þetta gerir ráð fyrir, er við 2. mgr. 2. gr. l. nr. 41 frá 27. apríl 1963. Segir þar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Fjmrn. er heimilt að fella niður þinglestursog stimpilgjöld af lánsskjölum þeim, sem um getur í 1. gr.

Frv. þetta gerir hins vegar ráð fyrir, að fjmrn. verði einnig heimilað að fella niður þinglestursog stimpilgjöld af afsalsbréfum fyrir löndum og lóðum, er keypt hafa verið með aðstoð ríkissjóðs samkv. umræddum lögum frá 27. apríl 1963.

N. leitaði umsagnar félmrn. um frv. og telur rn., að svo muni hafa verið til ætlazt, er frv. til l. um þetta efni var lagt fyrir hv. síðasta Alþingi, að heimild fjmrn, um að fella niður þinglestur og stimpilgjöld af lánsskjölum þeim, er hér um ræðir, ætti einnig að ná til afsalsbréfa, og hefur hæstv. fjmrh. einnig fyrir sitt leyti lýst sig samþykkan þeirri breytingu, sem frv. þetta gerir ráð fyrir.

N. leggur til, herra forseti, að frv. þetta verði að lokinni þessari umr. visað til 3. umr.