12.11.1963
Efri deild: 26. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1821 í B-deild Alþingistíðinda. (1216)

58. mál, aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Á síðasta þingi voru samþ. lög um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa. í 2. málsgr. 2. gr. þeirra laga segir svo: „Fjmrn. er heimilt að fella niður þinglestursog stimpilgjöld af lánsskjölum þeim, sem um getur í 1. gr.“ En þar er átt við lánsfé, sem ríkissjóður leggur fram árlega.

Það hefur sennilega ekki verið athugað, þegar þessi lög voru sett, að sveitarfélögin eða kaupstaðirnir og kauptúnin koma til með að þurfa frekari þinglesturs- og stimpilgjöld í sambandi við þessa lagasetningu heldur en eingöngu af lánsskjölum, það þarf líka að greiða slík gjöld af afsölum, og þau gjöld eru hærri en þinglesturs- og stimpilgjöld af lánsskjölum. Þess vegna hefur í Nd. verið flutt frv., sem gerir ráð fyrir því að heimila einnig niðurfellingu þinglesturs- og stimpilgjalda af afsalsbréfum fyrir löndum og lóðum, og það er eina breytingin við þessi lög, sem þetta frv., sem hér liggur fyrir, felur í sér.

Þetta frv. hefur verið samþ. án breytinga í Nd., og heilbr.- og félmn., sem hefur athugað frv., leggur einróma til, að það verði samþykkt.