17.02.1964
Neðri deild: 57. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (1246)

146. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. hv. d. hefur haft frv. til meðferðar, og eins og fram kemur í nál. á þskj. 279, mælir n. með því, að frv. verði samþykkt óbreytt.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara hér orðum um frv., 1. flm. gerði það ýtarlega í sinni framsöguræðu. Ég vil þó geta þess, að í grg., þ.e.a.s. um 4. gr., hefur slæðzt inn villa, þar stendur „á árinu 1961“, á að vera „á þinginu 1961–1962“.