02.04.1964
Neðri deild: 73. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

68. mál, lausaskuldir iðnaðarins

Frsm. (Sigurður Ingimundarson):

Herra forseti. Ég vil aðeins út af þessari brtt. á þskj. 416, sem þeir eru flm. að, hv. 11. þm. Reykv. og hv. 1, þm. Norðurl. v., geta þess, að þeir eru báðir í þeirri nefnd, sem um þetta mál hefur fjallað, og þetta hefur ekki komið til umr. þar. Ég vil sem sagt undirstrika, að n. hefur ekki tekið neina afstöðu til þessa máls, en það er með till. farið fram á það, að lán á fasteignir lengist úr 15 árum í 20 ár, en út á vélar úr 7 árum í 10 ár.

Ég vil hins vegar geta þess, að fyrri flm. frv. er einn af framámönnum iðnaðarins, Sveinn Guðmundsson, sem hér átti sæti á Alþingi sem varamaður, og mér er ekki kunnugt um annað en að þar sé í öllu farið eftir fyllstu óskum iðnaðarins og þessi ákvæði um lánstímann eru tekin beint úr l. um iðnlánasjóð. — Ég vildi bara upplýsa þetta.