06.05.1964
Efri deild: 83. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (1407)

207. mál, almannatryggingar

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv. er raunar fylgifrv. við annað frv., sem er á dagskránni, lög um breyt. á vegalögum, og var sent samgmn. Nd. og óskaði samgmrh, eftir því, að n. flytti það. Í því felast aðeins breytingar á gjalddaga á bifreiðaskatti, sem talið er eðlilegt, að innheimta samhliða öðrum bifreiðagjöldum, þungaskatti og tryggingagjöldum af ökumönnum. Ég held, að það sé ekki ágreiningur um það, að nauðsynlegt sé að breyta ákvæðunum um gjalddagann á þessum sköttum, ef frv. um breyt. á vegal., sem hér liggur fyrir, verður samþykkt. En eins og ég sagði, er þetta frv. afleiðing eða fylgifrv. þess, og hefði eðlilegra verið, að það hefði komið fyrr til umr. Samgmn. Ed. hefur fjallað um frv. og leggur einróma til, að það verði samþykkt.