28.04.1964
Neðri deild: 85. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1909 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

200. mál, vegalög

Frsm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Samgmn. hefur borizt bréf frá hæstv. samgmrh., þar sem hann fer þess á leit, að n. flytji tvær brtt. við frv. það, sem hér liggur fyrir og flutt er af hv. n. samkv. ósk ráðh. Till. þessar eru gerðar samkv. ábendingu tollstjórans í Reykjavík og forstöðumanns bifreiðaeftirlitsins, vegna þess að talið var réttara og nauðsynlegt að gera ákvæði frv. nokkru fyllri og ákveðnari. Till. þessar, sem n. hefur afhent til prentunar og enn þá hefur ekki verið úthýtt, verð ég að leggja fram skriflegar, og bið ég hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir þeim. En hær eru á þessa leið:

Það er í fyrsta lagi brtt. um það, að aftan við 2. málsl. 1. mgr. (á eftir orðunum „sem skattur er greiddur“) komi: og gildir það einnig um árið 1964.

Önnur brtt. er um það, að á eftir 3, mgr. gr. (sem endar á orðunum „færðar hafa verið sönnur á greiðslur fyrrnefndra gjalda“) komi ný mgr., svo hljóðandi:

Skráning og/eða umskráning bifreiðar skal ekki fara fram, nema framangreind gjöld af bifreiðinni séu greidd til næstu áramóta.

Þessar brtt. eru, eins og ég sagði, fluttar til þess að gera orðalag greinarinnar fyllra og ákveðnara. Brtt. skýra sig sjálfar og ég sé ekki þörf á að fara um þær frekari orðum. — Þeim hefur nú verið útbýtt, þannig að hv, þm. hafa þær nú fyrir sér.