09.05.1964
Neðri deild: 96. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (1474)

128. mál, búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vil beina því til n., hvort ekki er einfaldara og í fullu samræmi við lög, í staðinn fyrir að telja upp: kaupstaður, borg og kauptún, hafa þetta í þrennu lagi, að hafa bara alls staðar sveitarfélag, sveitarsjóður. Og mér virðist auk þess, að í 1. gr. þurfi líka að breyta niðurlagi. Þar er nú talað um hlutaðeigandi bæjarráð, bargarráð varðandi hestamannafélög, það getur einnig átt sér stað í minni sveitarfélögum. Væri ekki rétt fyrir n. að taka aðeins fundarhlé og athuga, hvort ekki má orða þetta allt liðlegar?