24.10.1963
Neðri deild: 5. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2176 í B-deild Alþingistíðinda. (1628)

Olíugeymar í Hvalfirði

Utanrrh. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að leiðrétta einn misskilning hjá hv. 1. þm. Austf. Hann sagði, að það v æri ekki okkar mál, hvað þeir setja í infrastructure-áætlanir sínar í París. Þetta er rangt. Það er okkar mál. Umleitanirnar frá NATO, sem komu hingað snemma á árinu 1955, og umr., sem fóru fram á því ári, fóru fram vegna þess, að það er viðtekin regla hjá NATO, að ekki er hægt að taka infrastructure-fjárveitingar inn á þessa fjárhagsáætlun, nema viðkomandi ríki vilji þola framkvæmdirnar. Umr. fóru einmitt fram til þess að ganga úr skugga um það, hvort v ið vildum þola framkvæmdirnar eða ekki. Niðurstaðan varð svo sú, að fjárveitingin var tekin upp, og það segir allt, sem segja þarf í málinu.