17.12.1963
Neðri deild: 32. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í B-deild Alþingistíðinda. (163)

95. mál, vegalög

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls flutti ég brtt. við 89. gr. frv. Ég dró þessa till. til baka við atkvgr. um málið í von um það, að samgmn. vildi mæta því sjónarmiði, sem fram kemur í till., við nánari athugun á málinu. En það hefur nú ekki orðið, og vegna þess vil ég nú endurflytja þessa till. Ég hafði við 2. umr. málsins rætt efni till. og sé ég því ekki ástæðu til þess að fara um hana hér fleiri orðum, en ég tel miklu máli skipta, að atkvgr. fari fram um þetta mál, svo að skýrt komi í ljós, hver er hinn raunverulegi tilgangur í sambandi við fjárveitingar til vegamálanna almennt af hálfu ríkisins.

Ég vil svo óska eftir því, að forseti leiti eftir afbrigðum fyrir þessari till., svo að hún megi hér fyrir koma til umr. og atkvgr.