30.10.1963
Sameinað þing: 8. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2217 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman til fundar vegna áður framkominnar beiðni Matthíasar Bjarnasonar, hv. 11. landsk, þm., og tekið til meðferðar kjörbréf Ragnars Jónssonar skrifstofustjóra sem 1. landsk. varaþm. Sjálfstfl. Nefndin mælir einróma með því, að kosning hans verði tekin gild og kjörbréfið verði samþykkt.