26.11.1963
Sameinað þing: 21. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2220 í B-deild Alþingistíðinda. (1682)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman 8 fund og athugað kjörbréf fyrir Hjört Eldjárn Þórarinsson bónda á Tjörn, 1. varaþm. Framsfl. í Norðurl. e., en eftir því er óskað, að hann tald sæti á Alþingi í forföllum Ingvars Gíslasonar. Kjörbréfanefnd leggur einróma til, að kosning Hjartar Eldjárns sé gild metin og kjörbréfið sé samþykkt.