24.02.1964
Sameinað þing: 45. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2225 í B-deild Alþingistíðinda. (1702)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Óskar Jónsson):

Herra forseti. Kjörbréfan. hafa borizt tvö kjörbréf. í fyrsta lagi hefur hún haft til meðferðar kjörbréf Kristjáns Thorlacius deildarstjóra, Bólstaðarhlíð 16, Reykjavík, sem 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavík. Og í öðru lagi hefur hún haft til meðferðar kjörbréf Matthíasar Ingibergssonar lyfsala á Selfossi, sem er 2. varaþm. Framsfl. í Suðurlandskjördæmi. N. hefur athugað kjörbréfin og leggur einróma til, að kosningin verði tekin gild og kjörbréfin verði samþykkt.