14.04.1964
Sameinað þing: 62. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2231 í B-deild Alþingistíðinda. (1715)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman til fundar og tekið fyrir kjörbréf 3. varamanns landsk. þm. Alþfl., Péturs Péturssonar forstjóra. Fyrir fundinum lá einnig símskeyti frá 1. varamanni landsk. þm. þess sama flokks, þar sem hann tekur fram, að hann geti ekki vegna embættisanna tekið sæti á þingi að þessu sinni. En 2. varaþm. landsk, þm. Alþfl.. Unnar Stefánsson, á sæti á þingi nú. Kjörbréfanefnd samþykkti að taka kosningu Péturs Péturssonar gilda og mælir einróma með samþykkt kjörbréfsins.