20.12.1963
Efri deild: 33. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2247 í B-deild Alþingistíðinda. (1759)

Þinghlé

Karl Kristjánsson:

Ég vil leyfa mér sem elzti þm. í þessari hv. d. og þar að auki ekki samflokksmaður hæstv. forseta að þakka hæstv. forseta fyrir hans vinsamlegu orð í garð okkar þdm. og þær góðu árnaðaróskir, sem hann flutti okkur. Um leið vil ég þakka hæstv. forsetum þessarar d. fyrir lipurmannleg forsetastörf og óhlutdræg, og ég vil óska þeim og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Og ég vil biðja þann hæstv. forseta, sem nú gegnir forsetastörfum, að flytja aðalforseta, Sigurði Ó. Ólafssyni, sem er fjarstaddur af veikindaforföllum, kveðjur okkar þdm. og árnaðaróskir og fyrst og fremst þá ósk, að hann fái sem fljótast fulla heilsu. Svo óska ég þess, að við hittumst öll að afloknu þinghléi á nýju ári heil í þessari d. Viljið þið, hv. þm., taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum? — [Dm. risu úr sætum.]