20.12.1963
Efri deild: 33. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2247 í B-deild Alþingistíðinda. (1760)

Þinghlé

Forseti (EggÞ):

Ég þakka hv. 1. þm. Norðurl. e. fyrir góðar og hlýjar óskir í garð okkar beggja forseta d. og mín sem varaforseta og ykkur þdm. fyrir að taka undir þær óskir. Og ég vil taka það fram, að mér er ljúft og skylt að færa forseta d., sem nú er fjarverandi vegna veikinda, eins og þegar hefur verið á minnzt, þessar ykkar ágætu óskir. — Fundinum er slitið.