13.05.1964
Neðri deild: 100. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2251 í B-deild Alþingistíðinda. (1780)

Þinghlé

Lúðvík Jósefsson:

Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hæstv. forseta fyrir hlý orð og góðar óskir í okkar garð. Ég vil jafnframt þakka hæstv. forseta fyrir gott samstarf við hann á liðnum vetri og fyrir góða og röggsamlega fundarstjórn. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans alls góðs og vænti, að við megum hitta hann hér í forsetastóli á komandi hausti. Ég bið hv. þdm. að taka undir óskir mínar til hæstv. forseta með því að rísa úr sætum.