09.03.1964
Neðri deild: 96. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í C-deild Alþingistíðinda. (1790)

51. mál, aðstoð til vatnsveitna

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. á I. nr. 93 frá 5. júní 1947, um aðstoð til vatnsveitna, felur í sér þá breytingu á 1. mgr. 4. gr. l., þar sem ákveðið er, að styrkur ríkissjóðs nái til greiðslu hluta kostnaðar við stofnæðar, að flm. leggja til, að við það bætist: aðaldreifiæðar, vatnsgeymar, dælur og jarðboranir. Í l. nú er allt þetta nema aðaldreifiæðar, og styrkur til vatnsveitna hefur verið miðaður við helming af þeim kostnaði við framkvæmdir við vatnsveitur, sem 1. ná yfir, en aðaldreifiæðar vatnsveitna eru mjög kostnaðarmiklar og það er höfuðbreytingin í frv., sem flm. þess leggja til.

Heilbr.- og félmn. hefur yfirfarið þetta frv. og sendi málið til umsagnar vegamálastjóra, en umsögn hans barst ekki n., og þar sem svo skammt er eftir til þingloka, taldi n. rétt að láta málið ekki daga uppi hjá sér, heldur fannst henni eðlilegast að gefa út nál., enda sammála um að leggja til, að málinu verði vísað til ríkisstj, í trausti þess, að hún láti fram fara athugun á þessu máli fyrir næsta reglulegt Alþingi.