20.12.1963
Neðri deild: 38. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

103. mál, náttúruvernd

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Hv. Ed. hefur gert smávægilega breytingu á þessu einfalda frv., sem hér liggur fyrir. Í gildandi lögum er gert ráð fyrir því, að formaður og varaformaður náttúruverndarráðs skuli vera embættisgengur lögfræðingar. í frv. var lagt til, að einungis annaðhvort formaður eða varaformaður skyldi vera embættisgengur lögfræðingur, og var frv. samþ. þannig shlj. í þessari hv. d. með einróma meðmælum hv. menntmn. Í Ed. var skilyrðið um embættisgengan lögfræðing fellt algerlega niður. Menntmn. Ed. var á einu máli um, að óþarfi væri að setja slíkt skilyrði, og hv. Ed. féllst einum rómi á þá skoðun hv. menntmn. Hér er í raun og veru um mjög smávægileg atriði að ræða, og leyfi ég mér að vænta þess, að hv. Nd. geti fallizt á þessa einróma skoðun hv. Ed. og samþykki frv. eins og það kemur frá hv. Ed.