04.03.1964
Sameinað þing: 49. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í D-deild Alþingistíðinda. (2343)

19. mál, örorku- og dánarbætur sjómanna

Frsm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um þessa till. á þskj. 19 og sent hana ýmsum aðilum til umsagnar. Svör þá rust frá fimm þessara aðila. Landssamband ísl. útvegsmanna, Tryggingastofnun ríkisins og Samband íslenzkra tryggingafélaga tóku ekki beina afstöðu til málsins, en ræddu nokkuð um erfiðleika, sem væru á eftirliti með framkvæmd þeirra slysatrygginga, sem hér er rætt um, og innheimtu á iðgjöldum, bentu á bað, að það er alls ekki lögskráð á þá ta undir 12 tonnum og því getur verið erfitt að finna upp kerfi til þess að hafa eftirlit með því, að l. sé framfylgt. Í svari Sjómannasambands Íslands, sem hér er prentað sem fskj. með nál. allshn., var bent á auðvelda leið til að tryggja það, að þessum lögum yrði komið í framkvæmd, ef sem sagt væru gerð lög um þetta atriði, bent á auðvelda leið til að halda uppi eftirliti og skorað á hv. Alþingi að samþykkja till. Í svari Alþýðusambands Íslands er m.a. á það bent, að nú sé búið að flytja þetta nauðsynjamál þrívegis og að tími sé til kominn, að það nái fram að ganga.

Í allshn. var fjallað um þetta mál og gerð sú breyting á till., að í stað þess að segja, að ríkisstj. verði falið að undirbúa lagafrv. um þetta mál, er hæstv, ríkisstj. falið að láta athuga, hvernig bezt megi tryggja framkvæmd málsins, og eftir ósk flm. var einnig sett nokkur tímatakmörkun um það, hvenær athugun skyldi vera lokið, og er í till. allshn. gert ráð fyrir, að athugun sé lokið fyrir þinglok vorið 1965. Með þessum breytingum mælir allshn. með því , að till. verði samþykkt.