11.03.1964
Sameinað þing: 52. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í D-deild Alþingistíðinda. (2376)

93. mál, efling skipasmíða

Frsm. (Sverrir Júlíusson):

Herra forseti. Á þskj. 106 flytur 11. landsk. svo hljóðandi þáltill.:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að tryggja eðlileg stofnlán til smíði fiskiskipa innanlands, er stefni að því, að fiskiskipafloti landsmanna verði í vaxandi mæli smíðaður hérlendis, og skapi um leið stórum bætta aðstöðu innlendu skipasmíðastöðvanna til að framkvæma allt viðhald og endurbætur á fiskiskipaflotanum.“

Allshn. Sþ. hefur haft till. þessa til athugunar og hefur sent hana til umsagnar til nokkurra aðila, til Fiskifélags Íslands, sem bar þetta undir fiskiþing, Landssambands ísl. útvegsmanna, fiskveiðasjóðs, Landssambands iðnaðarmanna, Framkvæmdabanka Íslands, Félags ísl. dráttarbrautaeigenda og Seðlabanka Íslands. Allir þessir aðilar hafa mælt með samþykkt till. þeirrar, sem hér liggur fyrir. Með nál. því, sem lagt hefur verið fram, er umsögn þriggja aðila, og vísast til þess.

Það væri ekki úr vegi að rifja örlítið upp, hvernig þróun bátaflotans hefur verið hér á landi. Ég skal aðeins stikla á stóru, svo að ég tefji ekki fundartíma mikið.

Í árslok 1938 var fiskiskipafloti landsmanna samtals 496 fiskibátar eða tæpar 13 þús. rúmlestir. Af þessum fjölda voru 218 bátar af stærðinni 5—12 rúml., en nærri 400 undir 30 rúml. Á árunum 1947—1949 tvöfaldaðist rúmlestafjöldi vélþá tanna og komst Þá upp í 25516 rúmi., en það er athugandi, að nær helmingur þá taflotans var þá yfir 30 lestir. Ef við lítum á árið 1958, var fjöldi fiskiþá tanna 625 eða samtals 26650 rúml. og var þá röskum 1000 rúml. hærri en 1949. En á árinu 1958 hafði orðið mikil breyting á og þá sérstaklega á stærðarflokkunum. Fiskibátar yfir 100 rúml. voru þá 42, samtals 5897 rúml. Undir 100 lestum voru 583 bátar, 20753 rúml. Ári síðar, eða 1959, er skiptingin þannig: Bátar yfir 100 rúml. 50, samtals 7658 rúml., en undir 100 rúml. voru þeir 599 eða 20412 rúml. Ef við lítum á skipaskrána í árslok 1963, er skipting þannig: Bátar yfir 100 rúml. eru þá 138 og er rúmlestafjöldi þeirra 22927, en undir 100 voru þeir 678, samtals 22468 rúml. Þetta eru samtals 816 bátar. Nú við síðustu áramót voru í smíðum erlendis 36 bátar, samtals 8181 rúmlest. Innanlands voru í smíðum 12 bátar, 922 rúml.

Það mætti nú segja, að miðað við þá þróun, sem ég hef lýst, þótt farið hafi ég að vísu fljótt yfir sögu, en hv. alþm. sjá, hversu mikil breyting er, þá hljómi það kannske einkennilega að bera fram till, til að efla smíðina innanlands, þar sem það er vitað, að það hefur aldrei orðið jafnmikil aukning á flotanum og á síðustu árum, og það er sannast sagna, að það er ekki í öllum tilfellum hægt að manna minni bátana. En þrátt fyrir þetta ganga málin þannig fyrir sig, að bátarnir ganga mikið úr sér, og það verður alltaf að halda þeim við.

Þeir, sem kynna sér þessi mál, hafa tekið eftir því, að við höfum einmitt mikið leitað til útlanda til byggingar skipa, og það er einmitt til þess að efla skipasmíðina innanlands, sem þessi till. er flutt, og einnig fer þar saman viðhald á skipum og bygging, sem þarf að haldast í hendur. Fiskveiðasjóður Íslands hefur lánað til skipakaupa, hvort sem bátarnir eru byggðir hérlendis eða erlendis. Og ég vil biðja hv. þm. að leiðrétta í nál., þar segir, að í reikningum fiskveiðasjóðs hafi í árslok 1962 verið útistandandi vegna nýbygginga 10.5 millj., en það á að vera 10.9 millj. Þessi tala gefur ekki yfirlit yfir það, hvað fiskveiðasjóður hefur lánað til fiskiskipa, sem byggð eru innanlands. Þetta er eingöngu það, sem fiskveiðasjóður á í þeim þá tum, sem verið er að byggja. Það hafði verið áhugamál skipasmíðastöðvanna sérstaklega um nokkuð langan tíma einmitt að fá aðstöðu til þess að fá lánað út á skip, sem væri verið að byggja, svo að þar gætu einmitt á milli þess, sem verið er að lagfæra, útbúa skipin til vertíðar, unnið að byggingum í nýsmíði. Það var fyrir nokkrum árum, sem Fiskveiðasjóður Íslands tók upp þann hátt að lána nokkuð til þessara bygginga, en það má segja, að það sé kannske höfuðtilgangur þeirrar till., sem hér liggur fyrir, að þetta verði endurskoðað, nokkur breyting verði á þessu gerð. Það hefur, eins og hv. alþm. vita, á síðustu árum verið sett það skilyrði fyrir lánveitingum út á nýsmíði, að það væri háð lánum til 7 ára. Fiskveiðasjóður hefur framfylgt þessu, en gagnvart innlendu smíðinni hefur þar af leiðandi verið erfiðara um vik, og eins og flm. þáltill., hv. 11. landsk., tók fram í sinni grg., hefur nýsmíði innanlands dregizt nokkuð saman. Með þeirri aukningu, sem ég hef lýst á þá taflotanum og öllum alþm. er kunnugt um, er ekki þörf stórra breytinga í þessu sambandi, heldur að gera skipasmíðastöðvunum kleift að vinna að nýbyggingu milli vertíða, og að sjálfsögðu er það líka metnaðarmál okkar, að í framtíðinni byggi Íslendingar sem mest af sínum skipum sjálfir, því að það er viðurkennt, að þeirra skip eru jafntraust eða traustari en annarra, enda íslenzku skipasmíðareglurnar mjög strangar.

Það er ekki þörf að orðlengja þetta frekar. Allshn. hefur haft þessa till. til meðferðar og leggur einróma til, að hún verði samþykkt.