13.05.1964
Sameinað þing: 78. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í D-deild Alþingistíðinda. (2557)

115. mál, almennur lífeyrissjóður

Frsm. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Till. á Þskj. 201 um almennan lífeyrissjóð var send fjvn. til athugunar, og varð n. sammála um að mæla með henni, eins og brtt. um hana liggur fyrir á þskj. 584.

N. leitaði álits hjá Tryggingastofnun ríkisins, en hún mælti með samþykkt hennar.

Eins og fram kom í ræðu hæstv. mennt- og viðskmrh. í hinum almennu umr. nú, verður því treyst, að hæstv. ríkisstj. taki þessa viljayfirlýsingu Alþingis á þann veg, sem fjvn. leggur til, svo að hún láti verða af framkvæmdum í þessum málum á yfirstandandi ári, og með tilliti til þess, hef ég þessi orð ekki lengri, en ítreka það, að n. leggur til, að till. svo breytt verði samþ.