13.05.1964
Sameinað þing: 78. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í D-deild Alþingistíðinda. (2613)

164. mál, þyrla í þjónustu landhelgisgæslunnar

Frsm. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft til meðferðar till, til þál. frá hv. 5. þm. Vestf., Hannibal Valdimarssyni, og hv. 1. þm. Vestf., Hermanni Jónassyni, um þyrilvængjur í þjónustu landhelgisgæzlunnar, til samgöngubóta og sjúkraflugs á Vestfjörðum og Austfjörðum. N. barst umsögn frá landhelgisgæzlunni, sem telur æskilegt, að landhelgisgæzlan reyni notkun þyrlu við störf sín. Enn fremur barst umsögn frá Slysavarnafélagi Íslands. sem segist mundu fagna því, ef þyrla eða þyrlur yrðu keyptar til landsins.

Þegar fjvn. tók till. til afgreiðslu, kom það sjónarmið fram innan n., að í till., eins og hún var lögð fram, væri of fast að orði kveðið um kaun á tveimur þyrlum, og varð sú niðurstaða. málsins, að á þskj. 583 mælir n. með því, að þáltill, verði samþ. með svofelldum breytingum:

„1) Tillgr. orðist svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta athuga, hvort ekki væri heppilegt, að fest yrðu kaup á þyrlu til aðstoðar landhelgisgæzlunni, svo og til farþegaflugs, póstflutnings og sjúkraflugs, einkum með tilliti til Vestfjarða.

2) Fyrirsögn till. orðist svo: Till. til þál. um þyrlu í þjónustu landhelgisgæzlunnar, samgöngubóta og sjúkraflugs.“