13.05.1964
Sameinað þing: 78. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í D-deild Alþingistíðinda. (2683)

208. mál, tunnuverksmiðja á Skagaströnd

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Þegar till, sú, sem hér liggur fyrir til umr. á Þskj. 449, var lögð fram, flutti ég brtt. á Þskj. 471, þess efnis, að till. væri breytt í það form, að rekstur áður nefndrar tunnuverksmiðju gæti hafizt ekki síðar en í ársbyrjun 1965. Þegar þetta mál kom fyrir allshn., sem ég á reyndar sæti í, lá það ljóst fyrir, að ekki mundi verða samkomulag í n. um till., eins og hún lá fyrir frá flm., og að brtt. sú, sem ég hef flutt, mundi eiga enn minna fylgi að fagna. Eini möguleikinn til að koma einhverju fram í málinu virtist vera að leita eftir samstöðu um brtt. Þá, sem nú hefur verið lögð fram á þskj. 650. Hún fjallar um það, að athugun verði gerð á þessu máli, en ekki, að ákvörðun sé tekin, eins og flm. höfðu lagt til, og ég hefði talið það vissulega æskilegast, að þingið hefði samþykkt að hefjast handa í þessu máti. En þar sem það bættist við. að ljóst var, að engin till. um þetta mál kæmist á dagskrá sameinaðs þings, nema fullkomin samstaða væri um till., þá tók ég þá ákvörðun að styðja brtt. á Þskj. 650, enda þótt ég skrifaði undir nál. með fyrirvara, þar sem það er enn þá mín óbreytta skoðun, að það sé sjálfsagt og framkvæmanlegt að hefja framkvæmdir við byggingu tunnuverksmiðju á Skagaströnd þegar í stað eða sem sagt, að henni verði lokið fyrir ársbyrjun 1965. En af fyrrgreindum ástæðum er afstaða mín þessi, og ég lýsi því þá einnig yfir, að brtt. á þskj. 471 er dregin til baka.