13.05.1964
Sameinað þing: 78. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í D-deild Alþingistíðinda. (2709)

144. mál, tekjustofn handa þjóðkirkju Íslands

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Fjvn. fékk till. á þskj. 261 til athugunar, og var gert ráð fyrir því, að hv. 2. þm. Norðurl. v., Gunnar Gíslason, hefði framsögu af hálfu meiri hl. n. eða fyrir álitinu á þskj. 534. En vegna fjarveru hans hef ég tekið það að mér.

Eins og fram kemur í nál., var till. þessi send til umsagnar biskupi og kirkjuráði, og mæltu báðir þessir aðilar með því, að till. yrði samþ. óbreytt, og gerum við, sem stöndum að nál. á þskj. 534, það að till. okkar, að till. þessi, eins og hún er á þskj. 261, verði samþ. óbreytt.