06.05.1964
Sameinað þing: 73. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 602 í D-deild Alþingistíðinda. (2868)

44. mál, héraðsskólar o.fl.

Frsm. meiri hl. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Í tilefni af því, sem fram hefur komið hér hjá þrem síðustu hv. ræðumönnum, vildi ég vekja athygli á því, sem reyndar ætti að vera óþarft, að hlutverk þessarar mþn. samkv. till. er könnun og athugun. Það segir í fyrri hluta till., að það eigi að kanna aðstæður unglinga í sveitum og þorpum til gagnfræða- og miðskólanáms o.s.frv., og í síðari hluta till. segir: „Jafnframt skal n. athuga þörf dreifbýlisins“ Þetta er þess vegna n., sem á að vinna þarna tiltekið undirbúningsstarf. En þegar taka á ákvörðun um það, hvort eigi að fela þetta þn., Þá kemur í fyrsta lagi sú spurning: Er þörf á hessari athugun eða könnun? Og um það hlýtur fræðslumálastjóri að vera dómbærastur. Í umsögn fræðslumálastjóra, — ég skal aðeins vitna lauslega i hana aftur, — þar segir: „Má nú segja, að fyrir liggi áætlun um skipan hreppa á öllu landinu í skólahverfi.“ Það segir enn fremur í umsögn fræðslumálastjóra, í niðurlagi hennar: „Með framanrituðu vildi ég sýna fram á, að um margra ára skeið hefur verið unnið að flestu því, sem mþn. samkv. þáltill. er ætlað að gera, og meginniðurstöður um þessi mál eru ýmist þegar fyrir hendi eða nærtækar.“ Þetta segir fræðslumálastjóri, og við í meiri hl. n. teljum, að hann sé manna færastur um að segja til um, hvernig þessi mál standi. Hitt er svo auðvitað alveg rétt hjá hv. ræðumönnum, að það vantar skólakost í dreifbýlið, og það verður vitanlega að halda áfram að vinna að því að bæta úr honum. Og þar sem þetta undirbúningsstarf hefur að mestu leyti þegar verið unnið af fræðslumálaskrifstofunni, er auðvitað framhaldið af því í höndum fjárveitingavaldsins.