05.02.1964
Sameinað þing: 38. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í D-deild Alþingistíðinda. (2944)

72. mál, rafvæðingaráætlun

Flm. (Skúli Guðmundsson):

Hæstv. ráðh. segir, að hann telji það eðlilegt, að lagt sé rafmagn frá samveltum um svæði, þar sem vegalengd milli býla sé allt að 2 km, en þó sé þetta ekki ákveðið enn. Hann segir, að ekki muni áætlanir verða miðaðar við það að leggja um strjálbýlli svæði að sinni. Ég vil nú benda á, að það er náttúrlega Alþingis að ákveða um þetta, Og það, sem við förum fram á, er, að það sé gerð áætlun, og þá er auðveldara að átta sig á málinu og taka ákvörðun um það, hve langt eigi að ganga í þessu efni. Á það viljum við leggja áherzlu, að þessari áætlun sé lokið sem fyrst.

Hæstv. ráðh. segir, að hver km í raflínulögn sé dýr, og það er alveg rétt. En það er nú mál margra, sem hafa fylgzt með þeim framkvæmdum, að þetta gæti verið dýrara, það væri áreiðanlega hægt að koma á betri vinnubrögðum við þær framkvæmdir en verið hafa, og ég held, að það væri athugandi fyrir raforkumálaskrifstofuna að bjóða út eitthvað af þessum framkvæmdum og sjá, hvort ekki fengjust hagkvæmari vinnubrögð og ódýrari með því móti.

Ég vil minna á það í þessu sambandi, að þegar mál þetta var til meðferðar á síðasta þingi, kom nál. frá meiri hl. allshn., dags. seint í marz á s.l. ári, og því fylgdi bréf frá raforkumálastjóra, sem dagsett var 20. des. 1962. Þar ræðir hann í bréfinu um þessa áætlanagerð og telur þar ýmislegt, sem hafi tafið fyrir því að ljúka áætluninni, en segir þó, að reikna verði með, að hún dragist töluvert fram eftir næsta ári, þ.e.a.s. töluvert fram eftir árinu 1963, og hann segir, að það ætti að vera nægilegt, að áætlunin verði fullgerð haustið 1963. Er þá nægur undirbúningstími til þeirra framkvæmda, sem hefjast eiga snemma á árinu 1965. Þetta segir raforkumálastjóri í bréfi sínu í des. 1962, og nú er komið fram í febr. 1964 og áætlunin ekki verið birt enn. Að vísu má segja, að Það hafi verið staðið við þetta, sem raforkumálastjóri segir þarna, þar sem hann mun einhvern tíma á næstliðnu sumri hafa sent hæstv. ráðh. áætlun þá, sem ég nefndi, um raflínulögn um svæði, þar sem vegalengdin er allt upp í 2 km. En þessi áætlun hefur ekki fengizt birt, ætti þó ekki að vera neitt leyndarmál. Ég vildi nú beina því til hæstv. ráðh., hvort hann vildi ekki gera ráðstafanir til þess, að þm. fengju samrit af þessari áætlun. Mér fyndist, að það hefði átt þegar að láta þá sem óskuðu eftir, fá þessa áætlun. Nú er það náttúrulega eins og ég gat um, að það er hægt fyrr einstaka þm. að fá upplýsingar hjá raforkumálaskrifstofunni um þessi mál að því er varðar þeirra kjördæmi, og síðan geta menn lagt þetta saman, en það er miklu óþægilegra en fá áætlun í einu lagi, og þess vegna hefðum við átt að fá hana.

Hæstv. ráðh. gerir aths. við þá tölu, sem ég nefndi. Ég sagði, að á þessum bráðabirgðaáætlunum mundu vera um það bil 740 býli til viðbótar þeim, sem áður var búið að gera samþykktir um í raforkuráði. En hæstv. ráðh. segir, að þau séu 850. Þessi mismunur stafar af því, að inn í þessa bráðabirgðaáætlun munu hafa verið tekin nokkuð yfir 100 býli, sem búið var að samþykkja í raforkuráði að skyldu fá rafmagn 1964-1965, eins og það var orðað í þeirri samþykkt, og þegar ég var að draga þetta saman, tók ég þau auðvitað ekki með, því að þá hefðu þau orðið tvítalin, því að þau voru með í þeim tölum, sem ég nefndi um býli, sem búið var að samþykkja í raforkuráði, svo að ef þetta er athugað, ber í raun og veru ekkert á milli hjá mér og hæstv. ráðh.

Hæstv. ráðh. sagði, að ég hefði verið að tala um halla á rafveltunum. En ég nefndi engan halla í minni ræðu, fór ekkert út í það að ræða um halla á rafveltunum. Ég vil líka segja það viðkomandi héraðsrafmagnsveitum ríkisins, að hagur þeirra má heita nokkuð góður, og það er engin ástæða til þess að draga úr framkvæmdum þess vegna, að fjárhagur þeirra sé svo afleitur. Héraðsrafmagnsveiturnar eiga miklar eignir afgangs skuldum. Þær hafa að vísu verið reknar með nokkrum halla undanfárið, en þó er sá halli ekki neitt verulega fram úr því, sem reiknað hefur verið til afskrifta á ársreikningum fyrirtækisins.

Ég vil nú enn sem fyrr leggja á það áherzlu, að hið bráðasta verði gerð áætlun um það, hvað kostar að leggja raflínur um svæði, þar sem vegalengd milli býla er 2—3 km, eins og fárið er fram á í okkar till. Þetta er nauðsynlegt að fá til þess að geta áttað sig á málinu og séð, hvað raunverulega kostar að leggja rafmagn frá samveltum um þessi svæði. Þá fyrst, þegar þetta liggur fyrir, er hægt að taka ákvörðun um málið, því að ég vænti þess, að við séum allir sammála um, að það sé höfuðnauðsyn að fullnægja raforkuþörf landsmanna, að svo miklu leyti sem mögulegt er, með línum frá samveltum, því að dísilstöðvarnar verða alltaf ákaflega ófullkomnar.