10.10.1963
Sameinað þing: 0. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti (ÓTh):

Þá liggur fyrir að rannsaka kjörbréf allra alþm. 1. kjördeild ber samkv. þingsköpum að rannsaka kjörbréf þeirra þm., sem eru í 3. kjördeild, 2. kjördeild kjörbréf þm. í 1. kjördeild og 3. kjördeild kjörbréf þm. í 2. kjördeild. Hv. 5. þm. Vesturl., Benedikt Gröndal, kallar saman 1. kjördeild, hv. 2. þm. Reykv., Auður Auðuns, kallar saman 2. kjördeild, og hv. 9. þm. Reykv., Alfreð Gíslason, kallar saman 3. kjördeild. 1. kjördeild verður í fundarsal neðri deildar, 2. kjördeild í fundarsal efri deildar og 3. kjördeild í fundarherbergi fjárveitinganefndar.

Að svo búnu verður fundi frestað þar til kl. 1.30 á morgun.

Björn Jónsson, 4. þm. Norðurl. e., og Hannibal Valdimarsson, 5. þm. Vestf., voru nú komnir til þings.