12.02.1964
Sameinað þing: 40. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í D-deild Alþingistíðinda. (3031)

112. mál, atvinnuástand á Norðurlandi vestra

Flm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég vil bakka hv. 3. þm. Norðurl. v. fyrir hans ræðu, sem ég er í öllum aðalatriðum ákaflega sammála. Hann minntist nokkuð á síldáriðnaðinn, sem gerður er að umtalsefni í grg. fyrir þeirri till., sem hér er á dagskrá á þskj. 198, enda munu flestir vera sammála um, að síldáriðnaður, þ.e.a.s. fullvinnsla síldarinnar, sé eitt mesta stórmál í atvinnumálum Íslendinga, sem framtíðarinnar bíður. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til þess að fara að ræða frekar um það atriði.

Á dagskránni í dag var fsp. til atvmrh. varðandi niðurlagningarverksmiðjuna á Siglufirði, þar sem spurt var um sölu á framleiðsluvörum og í öðru lagi um stjórn verksmiðjunnar. Þessi till. kom ekki til umr. núna vegna þess, að ekki var búið að undirbúa málið af hálfu ráðh., og þar af leiðandi tel ég ekki ástæðu til þess að ræða þetta mál núna, heldur rétt að bíða þess, að svör fáist frá ráðh. um skoðanir ríkisstjórnarinnar á Því.

Ég er alveg sammála beim hugmyndum, sem fram komu í ræðu hv. 3. þm. Norðurl. v. um, að það sé höfuðnauðsyn, að niðursuðuverksmiðjan á Siglufirði verði sett undir sérstaka stjórn og henni fengin sérstök fjárveiting í hendur, en eins og ég sagði, tel ég ekki ástæðu til að fara að ræða það mál frekar og gerði það ekki áðan af beim sökum, sem ég greindi.

Eins og hv. seinasti ræðumaður benti á, liggur fyrir þinginu önnur svipuð till., sem ég reyndar minntist á, þ.e.a.s. þáltill. frá hv. 5. þm. Norðurl. v., og er ég sammála því, að sjálfsagt sé að samb. þær báðar hér í þinginu, en hins vegar hef ég lagt áherzlu á þessa hlið málsins, vegna þess að ég óttast, að ef fárið er að ræða atvinnumálin á landinu almennt, þá gleymist, að það er þörf skjótra úrræða í sambandi við þennan ákveðna landshluta, sem sker sig úr í atvinnulegu tilliti hér á landi. Ég óttast, að ef málið er tekið allt of almennum tökum, verði það eins og svo oft áður, að skipuð sé nefnd, sem fari að kynna sér málið um allt land, og starf hennar verði svo viðamikið og flókið, að smám saman lognist hún út af. Við þekkjum dæmi þessa í þingsögunni og það sjálfsagt allmörg. Enda þótt ég telji sjálfsagt, að það sé á hverjum tíma og reyndar sem oftast gerð slík rannsókn á atvinnuástandinu úti um land og almennar áætlanir um heildaruppbyggingu iðnaðar, þá tel ég hins vegar sjálfsagt, að ástandið í þessum landshluta sé tekið til alveg sérstakrar meðferðar, vegna þess að það er sérstætt og sker sig úr.