05.02.1964
Sameinað þing: 38. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 863 í D-deild Alþingistíðinda. (3318)

114. mál, alúminíumbræðsla og olíuhreinsunarstöð

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Út af þessu síðasta atriði og fsp. um áburðarframleiðslu til útflutnings í sambandi við stórvirkjanir get ég því miður ekki svarað því nú á þessu stigi málsins öðru en því, að til stóriðjunefndar var vísað athugun þessa máls og hún fór fram á vissu stigi málsins. Það stóð þannig á, að ég var lítt við hana riðinn á þessum tíma, annað en það, að þær bráðabirgðaniðurstöður, sem n. fékk í því, voru ekki eins álitlegar og e.t.v. var ástæða til að búast við. En ég skal athuga það mál nánar og koma upplýsingum um það til hv. þm.