05.02.1964
Sameinað þing: 38. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 863 í D-deild Alþingistíðinda. (3320)

114. mál, alúminíumbræðsla og olíuhreinsunarstöð

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins til þess að koma í veg fyrir misskilning hjá hæstv. landbrh. taka það fram, að ég spurði ekki um það, hvort athugaðir hefðu verið möguleikar á því einu að fullnægja áburðarþörfinni innanlands með því að byggja áburðarverksmiðju, sem notaði raforku frá stóriðjuveri, heldur fjallaði mín fsp. að sjálfsögðu fyrst og fremst um það, hvort athugaðir hefði verið möguleikar á framleiðslu áburðar til útflutnings.