01.04.1964
Sameinað þing: 57. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í D-deild Alþingistíðinda. (3408)

808. mál, lán til fiskvinnslustöðva

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er spurt um, hvaða fiskvinnslustöðvar fengu hluta af þeirri 21 millj. kr., sem ríkið lánaði til fiskvinnslustöðva á árinu 1963, hve mikið fékk hver fiskvinnslustöð, til hverra framkvæmda og með hvaða kjörum?

Til frystihúsa voru lánaðar 16.5 millj. kr., til niðursuðuiðnaðar 2.8 millj., til síldarsöltunarstöðva 1.2 millj. og til saltverkunarstöðva 1/2 millj., eða samtals 21 millj. kr. Einstakir aðilar fengu lán sem hér segir:

Fyrst til frystihúsa: Bæjarútgerð Reykjavíkur 1.2 millj., Fiskiðjusamlag Húsavíkur 1.2 millj., Frosti h/f, Súðavík, 400 Þús., Hraðfrystihús Gerðabátanna 1.3 millj., Hraðfrystihúsið, Innri-Njarðvík, 600 þús., Hraðfrystihús Ólafsvíkur 1 millj., Hraðfrystihús Stokkseyrar 1.5 millj., Ísbjörninn h/f, Reykjavik, 1 millj., Magnús Gamalíelsson, Ólafsfirði, 300 þús., Þorbjörn Áskelsson, dánarbú, Patreksfirði, 1.2 millj., Hraðfrystihús, Þorkötlustöðum, 700 þús., Ísfélag Vestmannaeyja 700 þús., Stefán Guðnason, Reykjavík, 300 þús., Jón Gíslason s/f, Hafnarfirði, 750 þús., Sveinbjörn Arnason, Garði, 300 þús., Eyjaver s/f, Vestmannaeyjum, 300 þús., Hraðfrystihús Grundarfjarðar 500 þús., Hraðfrystihús Sigurðar Ágústssonar, Stykkishólmi, 500 þús., Fiskiðjan h/f, Vestmannaeyjum, 750 þús., Ver h/f, Ytri-Njarðvík, 1 millj., Vinnslustöðin h/f, Vestmannaeyjum, 500 þús., Ólafur Lárusson, Keflavík, 500 þús. Samtals til frystihúsa 16.5 millj. kr.

Í öðru lagi til niðursuðuiðnaðar: Niðursuðuverksmiðjan Ora, Kjöt & rengi, 1/2 millj. kr., Egill Stefánsson, Siglufirði, 500 þús., Gunnar Guðjónsson, Ingólfsfirði, 300 þús., Norðurstjarnan h/f, Hafnarfirði, 1.5 millj. Samtals til niðursuðuiðnaðar 2.8 millj. kr.

Í þriðja lagi til síldarsöltunarstöðva: Söltunarstöðin Máni, Neskaupstað, 300 þús., Ströndin h/f, Seyðisfirði, 300 þús., Neptún h/f, Seyðisfirði, 300 þús., Arnþór Jensen, Eskifirði, 300 þús. Samtals til síldarsöltunarstöðva 1.2 millj. kr.

Í fjórða lagi til saltfiskverkunar: Faxafiskur, Hafnarfirði, 500 þús.

Samtals námu því lánin til fiskvinnslustöðva eins og áður er getið, 21 millj. kr. Lánskjörin eru þau, að lánin eru veitt til 10 ára með 71/2% vöxtum, endurgreiðsla fer fram tvisvar á ári sem annuitet. Lántaki greiðir við lántöku 11/2% af lánsupphæðinni í lántökugjald.