08.04.1964
Sameinað þing: 59. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í D-deild Alþingistíðinda. (3421)

810. mál, greiðslur vegna ríkisábyrgða

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég vildi leyfa mér að vekja athygli á því, að fsp. til ríkisstj. hefur að þessu sinni verið svarað á óvenjulegan hátt. Þegar gerðar eru fsp., er það venja, að þeim er af hlutaðeigandi ráðh. svarað í heyranda hljóði, þannig að svörin koma fyrir eyru allra hv. þm. og eru opinber, svör gefin á opnum fundi. Að þessu sinni hefur verið svarað á þann hátt, að fyrirspyrjendum er send skýrsla, sem á að fela í sér efni svarsins, og hefur hæstv. fjmrh. skýrt það, hvernig á því standi. En ég vildi leyfa mér að vekja athygli á þessu og jafnframt spyrjast fyrir um það hjá hæstv. ráðh., hvort hann teldi sér ekki fært að láta öllum alþm. í té þessa skýrslu, sem hann hefur þegar látið fyrirspyrjendunum í té.