03.02.1964
Neðri deild: 50. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (366)

13. mál, lækningaleyfi

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft til athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 13, um breyt. á l. nr. 47 frá 23. júní 1932, um lækningaleyfi o.fl. Leggur n. einróma til, að frv. verði samþykkt óbreytt.

Hér er um mjög veigalitla breytingu á umræddum lögum að ræða, en breytingin er í því fólgin að nema úr lögum 5 kr. hámark dagsektar, ef læknar skila ekki landlækni eða viðkomandi rn. tilskildum skýrslum. Með tilliti til breyttra aðstæðna verður að telja þessa breytingu eðlilega og til samræmingar, og var n., eins og ég sagði, einróma sammála um að leggja til, að frv, verði samþykkt óbreytt. Breytingin, sem þarna er um að ræða, eins og ég tók fram, er að afnema 5 kr. hámarkið, en veita í þess stað viðkomandi rn. heimild í reglugerð að ákveða hámark dagsekta. Leyfi ég mér að leggja til, að frv. verði vísað til 3. umr.