03.02.1964
Efri deild: 42. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (380)

120. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1964

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem þegar hefur verið samþykkt ágreiningslaust í hv. Nd., fjallar um að, breyta samkomudegi Alþingis í samræmi við það, sem tíðkað hefur verið í mörg ár og nauðsynlegt er miðað við þá breytingu á þinghaldi, sem á er komin. Hér er í raun og veru eingöngu um formlegt mál að ræða, og frv. var ekki sett í nefnd í hv. Nd., enda mun það ekki hafa verið siður um margra ára bil, og sé ég því ekki ástæðu til að leggja til, að frv. verði vísað til n., leyfi mér að leggja til, að því verði vísað til 2. umr. Að sjálfsögðu, ef einhver óskar eftir því, að það gangi til n., hef ég ekkert á móti því.