19.03.1964
Neðri deild: 71. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (476)

149. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Davíð Ólafsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir um breyt. á l. nr. 40 14. apríl 1954, um aukatekjur ríkissjóðs, er flutt af hæstv. fjmrh. fyrir hönd ríkisstj. og hefur verið til athugunar í fjhn. þessarar deildar. Hér er um það að ræða að breyta ákvæðum þessara laga til samræmingar við þá breytingu, sem gerð hefur verið á ákvörðun launa opinberra starfsmanna, en í gildandi lögum voru þau gjöld, sem hér er um að ræða, ákveðin með tilliti til flokka launalaga. Með breytingum á því fyrirkomulagi, sem var á ákvörðun launa opinberra starfsmanna, sem fólust í 1. um kjaradóm, hefur orðið nauðsynlegt að breyta ákvæðum þessara l. til samræmis. Það er ekki um neina breytingu á peningaupphæðum, þ.e. gjöldunum sjálfum, í þessu frv. að ræða, heldur aðeins breytingu til samræmis við kjaradómslögin.

Nefndin hefur athugað þetta frv. og ekkert fundið við það athugavert og leggur til, að það verði samþ. óbreytt, eins og það var flutt.