18.02.1964
Neðri deild: 58. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 809 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

131. mál, jarðræktarlög

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Út af því, sem síðasti hv. ræðumaður sagði hér áðan, vil ég taka undir það, að vegna þess að skýrslur staðfesta, hvernig hagur sjóðanna var, þá er óþarfi, að við séum hér að fjölyrða um það. Það eru reyndar 33.6 millj. kr., sem sjóðirnir áttu minna en ekki neitt, þegar búið var að reikna með öllum skuldum sjóðanna og þegar vinstri krónan var reiknuð rétt út. Það er þetta, sem liggur alveg skjalfest fyrir, og þess vegna þurfum við ekki að eyða fleiri orðum um það, — 33.6 millj. í staðinn fyrir 31, sem ég sagði áðan.