14.04.1964
Efri deild: 68. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 938 í B-deild Alþingistíðinda. (609)

165. mál, ferðamál

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls var samþ. brtt. við 5. gr. frv., en sú till. var flutt af samgmn. d. Í nál. segir, að tveir nm., þ.e. Ásgeir Bjarnason og Páll Þorsteinsson, áskilja sér rétt til að flytja frekari brtt. við frv. Við höfum samkv. þessu borið fram á þskj. 444 brtt. við 29. gr. frv. og leggjum til, að greinin orðist svo:

„Umsóknir um lán úr Ferðamálasjóði skulu sendar ferðamálaráði, sem gerir rökstuddar till. til samgmrh. um lánveitingar. Ráðh. veitir lán úr sjóðnum eftir till. ferðamálaráðs. Ef ferðamálaráð greinir á, sker ráðh. úr.“

Við orðalag þessarar till. er höfð hliðsjón af lagaákvæðum um félagsheimilasjóð, en þau ákvæði hafa verið í gildi hátt á annan áratug og ekki valdið ágreiningi eða árekstrum, svo að mér sé kunnugt um.