21.10.1963
Neðri deild: 4. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (620)

15. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson) :

Herra forseti. Frv. þetta er samið samkv. þeim meginreglum, sem Alþingi hefur fylgt undanfarin ár um afgreiðslu ríkisborgararéttar, og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það. Það geta verið einstök vafatilfelli, og mun a.m.k. eitt slíkt sent til hv. allshn. Það þótti eðlilegra, að hún fjallaði um það, frekar en í frv. sjálfu væri vikið frá þeim reglum, sem samkomulag hefur náðst um.

Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.