10.03.1964
Neðri deild: 67. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

15. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Einar Ingimundarson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar, og leggur n. einróma til, að frv. verði samþ. með þeim brtt., sem n. flytur á þskj. 354. Að þessu sinni hefur sami háttur verið á hafður við afgreiðslu frv. um veitingu ríkisborgararéttar og um margra ára skeið, þ.e.a.s. að 4 þm., 2 tilnefndir af allshn. hvorrar þd., hafa ásamt skrifstofustjóra Alþ. farið yfir frv. og þær umsóknir, sem því fylgdu, svo og allmargar umsóknir um ríkisborgararétt, sem síðar hafa borizt. Þeir umsækjendur, sem greindir eru í töluliðum 1–17 í brtt. n., fullnægja að dómi hennar þeim skilyrðum, sem gilt hafa fyrir veitingu ríkisborgararéttar um margra ára skeið, svo og þeir umsækjendur, sem taldir eru í frv. sjálfu, en aðrir umsækjendur ekki. Eins og ég áður tók fram, leggur allshn. einróma til, að frv. verði samþ. með þeim brtt., sem um getur á sérstöku þskj.