20.04.1964
Efri deild: 71. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í B-deild Alþingistíðinda. (629)

15. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Allshn. hefur, svo sem segir á þskj. 469, rætt þetta frv. á fundum sínum, og svo sem venja hefur verið með slík mál á undanförnum þingum, hefur sá háttur verið á hafður, að undirnefndir beggja allshn. í báðum d. þingsins, hafa unnið að undirbúningi málsins, og hafa n. fallizt á till. þessara undirnefnda, að því viðbættu, sem frá greinir á þskj. 469, að 4 nýjum nöfnum verði bætt inn á listann yfir þá nýja ríkisborgara, sem n. leggja til að verði samþykktar. Ég tel ekki þörf á að hafa frekari orð um þetta frv. N. er einróma, eins og þskj. ber með sér, þeirrar skoðunar að mæla með samþykkt frv. með þeirri breytingu, sem á þskj. getur.