05.05.1964
Efri deild: 81. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í B-deild Alþingistíðinda. (700)

33. mál, skipulagslög

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls gerði hæstv. félmrh. allýtarlega grein fyrir efni frv., og ég sé ekki ástæðu til þess að bæta miklu þar við. Frv. er að miklu leyti hv. þm. áður kunnugt, því að það var fyrir 2 árum, að lagt var fyrir Alþ. frv. til skipulagslaga, sem var samið af skipulagsnefnd ríkisins. Það frv., sem hér er til umr., er að stofni til það sama, en þó hafa verið gerðar á því töluverðar breytingar. Sú veigamesta, að ég ætla, er, að niður eru felld ákvæði hins eldra frv. um, að landinu skuli skipt í 8 skipulagsumdæmi. Þetta frv. er nú í síðari þd., en í hv. Nd. voru gerðar á því nokkrar breyt., engar þó stórvægilegar.

Heilbr: og félmn. þessarar hv. þd. hefur rætt frv. á nokkrum fundum, og það er rétt að láta þess getið, að n. barst erindi frá Arkitektafélagi Íslands varðandi frv. Þá kvaddi n. á sinn fund skipulagsstjóra ríkisins, Zóphónías Pálsson, ræddi við hann einstök atriði og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar. Eins og fram kemur í nál. á þskj. 561, varð sú niðurstaðan, að n. mælir með samþykkt frv. með tilteknum breytingum, sem hún flytur till. um á þskj. 562. Einstakir nm. áskilja sér þó rétt til að flytja brtt. eða fylgja brtt., sem kynnu að verða fluttar við frv. Einn nm., hv: 1. þm. Vesturl. (ÁB), var fjarverandi, þegar frv. var afgr. úr n.

Ég skal þá í stuttu máli gera grein fyrir brtt., sem n. flytur á þskj. 562.

1. brtt. er við 1. gr. frv. Þar er lagt til, að síðasti málsl. 3, mgr. orðist eins og þar segir, eða m.ö.o., að á eftir orðunum í niðurlagi 3. mgr.: „aðila, sem fara með stjórn skipulagsmála samkv. lögum þessum” komi orðin: „þ.e. skipulagsstjórnar ríkisins og sveitarstjórnar“. M.ö.o. gengur brtt. í þá átt að gera ákvæði gr. gleggri að þessu leyti.

2, brtt. n. er við 1. málsl. 2. mgr. frv. Brtt. er um, að þessi málsl. orðist svo: „Skipulagsstjóri sér um mælingar, gerð skipulagsuppdrátta og endurskoðun þeirra í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir.“ Breytingin, sem í þessu felst, er, að þar sé tekið fram, að þessi verk skipulagsstjóra skuli unnin í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir. Að vísu má segja, að það leiði af sjálfu sér, að svo hljóti ávallt að vera, en rétt þykir þó að taka þetta beinlínis fram í l. og gera gr. gleggri að þessu leyti.

Þá er 3. brtt. n:, sem er við 4. gr., um, að hún orðist svo sem segir á þskj. Breytingin, sem þarna er um að ræða, er í stuttu máli sú, að það er lagt til, að sú upptalning, sem er í síðari hluta 2. mgr., falli niður og sömuleiðis 3. mgr., en í staðinn komi 2. mgr. eins og hún er í brtt., svo hljóðandi: „Ráðh. getur, að fengnum till. skipulagsstjórnar, úrskurðað, að ákvæði l. þessara nái til annarra staða en um ræðir í 1. mgr.“ Þetta nær alveg öllu því, sem felst í upptalrúngunni í 2. mgr. og í 3. mgr. Þótti n. eðlilegt, að þessi breyt. yrði gerð á 4, gr., en í 3. mgr. í brtt. er hins vegar tekið upp nýmæli, svo hljóðandi:

„Ráðh. getur, að fengnum till. skipulagsstjórnar, látið gera drög að héraða- og landshlutaskipulagi.“

Nú er að vísu í l. gert ráð fyrir, að skipulag megi gera fyrir hóp samliggjandi sveitarfélaga, en þessi brtt. mundi hins vegar þýða það, að ráðh, gæti látið gera drög að skipulagi fyrir enn þá stærri svæði en l. gera ráð fyrir. Það er orðað þannig í brtt., að ráðh. geti látið gera drög að þessu skipulagi, því að að sjálfsögðu yrði það aðeins að vera í stórum dráttum, en kæmi ekki til með að verða bundið í einstökum atriðum, nema þá þar sem þéttbýli er, og til þeirra staða ná önnur ákvæði frv.

Þá er loks 4, brtt. n:, við 15. gr. frv., og er um það, að í stað orðanna „lokið við“ í upphafi gr. komi: samþykkt. Það er eðlilegra, að það sé orðað þannig, en „lokið við“ gæti gefið til kynna, að skipulagsstjórn vinni sjálf að uppdráttunum, en svo er hins vegar ekki. Skipulagsstjóri sér um gerð uppdráttanna, en þeir eru lagðir fyrir skipulagsstjórn til athugunar og hún fjallar um þá og tekur til þeirra afstöðu.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum en þetta um brtt, heilbr: og félmn.