08.05.1964
Efri deild: 85. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (765)

197. mál, Ljósmæðraskóli Íslands

Alfreð Gíslason:

Herra forseti. Ég ræddi ekki þetta frv. við tvær fyrri umr. Hér er um að ræða verulega breytingu frá gildandi lögum um Ljósmæðraskóla Íslands. Aðalbreytingin er, eins og fram var tekið þegar við 1. umr. í Nd. af hæstv. ráðherra, að námið í ljósmæðraskólanum er lengt úr 1 ári upp 2 úr. En að öðru leyti eru breytingar ekki verulegar.

Mig langar til að koma á framfæri tveim brtt. við þetta frv., þótt seint sé.

Ég tel, að um leið og hlutur ljósmæðraskólans er gerður meiri — og það er hann ótvírætt gerður með þessu frv. — en hann hefur verið, þá beri að breyta nokkrum öðrum atriðum, nánar tiltekið tveim atriðum í lögunum, til samræmis við það.

Fyrra atriðið er, að í frv. er gert ráð fyrir, að skólinn starfi undir yfirstjórn ráðherra þess, er fer með heilbrigðismál. Þannig var það einnig um Hjúkrunarskóla Íslands, sem óneitanlega er hliðstæð stofnun. En þegar l. um hjúkrunarskólann var breytt árið 1962, þótti fara betur á því, að skólinn starfaði undir yfirstjórn, ekki heilbrigðismálaráðherra, heldur menntamálaráðherra.

Ég legg nú til, að sama tilhögun sé höfð á um þessa náskyldu skóla og að í staðinn fyrir ákvæðið um, að heilbrmrh. fari með yfirstjórn skólans, skuli það vera menntmrh. Þetta fjallar fyrri brtt, mín um.

Í 2. gr. frv: segir svo: „Stjórnarnefnd ríkisspítalanna gegnir skólanefndarstörfum fyrir skólann.“ Þetta eru leifar úr gildandi lögum, tekið óbreytt úr gildandi lögum. Þetta er frá þeim tíma, þegar ljósmæðraskólinn var svo litilsigld stofnun og svo smátt á hana litið, að það þótti ekki taka því, að skólinn hefði sérstaka skólanefnd. Þess vegna voru skólanefndarstörfin lögð undir stjórn ríkisspítalanna. Nú er það vitað mál, að stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefur allt öðru hlutverki að gegna en skólanefndarstörfum, og það er í raun og veru ofætlun að leggja slík störf ú stjórnarnefnd ríkisspítalanna.

Ef við lítum ú lög um Hjúkrunarskóla Íslands, þá er þar ákvæði um, að stjórn skólans skuli annast 5 manna skólanefnd. Þar á sæti landlæknir, forstöðukona landsspítalans og 3 aðrir, sem ráðherra skipir, einn skv. till. Hjúkrunarfélags Íslands, annar skv. till. Læknafélags Íslands og hinn þriðji án tilnefningar, og skal hann vera sérfróður um skólamál.

Nú vil ég gera það að till. minni, að hér sé líkt að farið og ekki gert lengur upp á milli þessara skyldu stofnana, hjúkrunarskólans og ljósmæðraskólans. Ég held, að vegur ljósmæðraskólans sé gerður meiri með því, að hann fái sína eigin skólanefnd, og er fyllilega kominn tími til þess, þegar hlutverk hans vex, svo sem ráð er fyrir gert í frv. Munurinn á ljósmæðraskólanum og hjúkrunarskólanum er ekki orðinn ýkjamikill, nám hjúkrunarfólks et 3 ár og nám ljósmæðra skv. þessu frv. er 2 ár. Ég legg því til, að gerð verði breyting á þessu ákvæði og að breytingin orðist á þessa leið:

„Stjórn skólans annast skólanefnd 3 manna, sem ráðherra skipar, einn skv. till. Ljósmæðrafélags Íslands, annan skv. till. Læknafélags Íslands og hinn þriðja án tilnefningar, og skal hann vera sérfróður um skólamál. Nefndin kýs sjálf formann sinn. Skólastjóri hefur tillögurétt á fundum skólanefndar.“ En það ákvæði er að finna í l. um Hjúkrunarskóla Íslands.

Ég vil veenta þess, að hæstv. forseti leiti afbrigða fyrir þessari till., sem er skrifleg og of seint fram komin, og að till. hljóti velviljaða athugun hv. þdm.