20.02.1964
Efri deild: 50. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (858)

150. mál, eftirlit með opinberum sjóðum

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í grg. fyrir þessu frv., er efni þess það, að afnumið verði hið sérstaka eftirlit með opinberum sjóðum, sem nú er í gildi, en verkefni þess verði í þess stað falin ríkisendurskoðuninni. Eins og nál. á þskj. 294 ber með sér, hefur fjhn. fallizt á þau rök, sem að því hníga að gera þessa breytingu á, og mælir n. með því, að frv. verði samþ. óbreytt.