06.05.1964
Neðri deild: 92. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1193 í B-deild Alþingistíðinda. (868)

150. mál, eftirlit með opinberum sjóðum

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Um þetta frv: er algerlega samstaða efnislega, sem er í því fólgin að leggja niður þá n., sem haft hefur sérstaklega með höndum þetta eftirlit með opinberum sjóðum, og fela það ríkisendurskoðuninni. Þegar málið kom frá Ed, til fjhn. Nd., kom það til athugunar og umr., eins ag hv. þm. gerði grein fyrir, hvort hentara væri að hafa annað form á þessu, og eftir viðræður milli fulltrúa n. og fjmrn. varð þessi niðurstaðan, sem hér birtist á þskj. 594.

Ég vil svo þakka hv. fjhn. fyrir afgreiðslu hennar á málinu og lýsi því, að ég er fyllilega samþykkur þeim breyt., sem hún ber hér fram á þskj. 594.