30.04.1964
Efri deild: 77. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1209 í B-deild Alþingistíðinda. (886)

209. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. minni hl. (Asgeir Bjarnason). Herra forseti. Ég flyt hérna örfáar brtt. við frv. til l. um breyt. á l. um tekjustofna sveitarfélaga, ag till. mínar eru á þskj. 521.

Það er í fyrsta lagi viðbótarliður við 17. gr. 1., sem fjallar um þá, sem eiga að greiða landsútsvör. Till. þessi miðar að því, að bankar greiði landsútsvör af vissum hluta tekna sinna.

Og þá er í öðru lagi viðbótartill. við 18. gr., sem er í framhaldi af þeirri fyrri, sem segir til um það, hve háan hundraðshluta bankar skuli greiða og við hvað skuli miða þessa greiðslu. Hér er átt við mismuninn, sem er á sölu erlends gjaldeyris miðað við kaupgengi á sama gjaldeyri. Lagt er til, að helmingur þessara tekna af gjaldeyrissölu bankanna renni til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í stað þess, að þessi hluti fer nú til ríkissjóðs.

Þá er í þessari brtt. enn fremur lagt til, að jöfnunarsjóður fái 50% af þeirri þóknun, sem bankar taka fyrir yfirfærslu fjár til útlanda og aðra þá þjónustu, sem þeir veita í því skyni, en þessar tekjur hafa einnig runnið til ríkissjóðs. Á fjárl. fyrir yfirstandandi ár eru tekjur þessar áætlaðar 26 millj. kr. samkv. 2, gr. fjárl., 12. lið.

Á s.l. ári námu tekjur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem næst 150 millj. kr., sem komu til jöfnunar meðal bæjar- og sveitarfélaga í landinu. Allar líkur benda til, að tekjur jöfnunarsjóðs verði allmiklu hærri á yfirstandandi ári eða geti nálgazt því sem næst 200 millj. kr. Þetta er að vísu nokkur upphæð, en þarf að verða mun meiri, þar sem ríkið leggur nú með ári hverju þyngri byrðar á herðar sveitarfélaga og almennings í landinu, en möguleikar bæjarog sveitarfélaganna hins vegar verða lakari til að mæta þessum auknu álögum. Þetta sýndi sig glöggt s.l. ár, hversu misjöfn aðstaða sveitarfélaganna var, þar sem sum sveitarfélögin í landinu þurftu að nota 92% af útsvarsstiganum til þess að ná þeirri upphæð, sem jafna skyldi niður á þegnana, en önnur aðeins 13% af útsvarsstiganum. Möguleikar sveitarfélaganna til að gera sveitarstjórnum, borgarstjórnum og bæjarstjórnum kleift að leggja á fyrir þörfum eru rúmir í 1., það er ekki annað hægt að segja, og þessir möguleikar eru líka það rúmir, að til lengdar getur ekki eitt sveitarfélag risið undir slíku, ef það þarf að nota þetta rými til hins ýtrasta ár eftir ár. Áður en kemur til hjálpar samkv, b-lið 15. gr. sveitarstjórnarl., þ.e.a.s. um aukaframlag, verður að leggja 200% á fasteignaskattinn, nota aðstöðugjaldið til fulls, og samkv. því frv., sem hér liggur fyrir, verður að bæta 20% ofan á útsvarsstiga á tekju- og eignarútsvar. Ég held, að það verði orðið mjög erfitt hjá fámennum sveitarfélögum að ná inn lögákveðnum útsvörum. Þótt hægt sé að jafna niður, er ekki þar með sagt, að það verði jafnauðvelt að innheimta útsvör, sem yrðu það há. Því finnst mér tímabært, að jöfnunarsjóður sé efldur til muna, áður en grípa þarf til þess að nota allar hugsanlegar lagaheimildir til þess að jafna niður á þegna sveitarfélaganna.

Við framsóknarmenn höfum flutt till. til þál. í sameinuðu þingi, þ.e. mál nr. 189. Og eins og fram kom í gær, þegar hv. 4. þm. Reykn. (JSk) hafði framsögu fyrir þessu máli, lýsti hann því mjög glögglega, hversu mikil þörf sveitarfélaganna er fyrir það, að frekari jöfnun geti átt sér stað á milli sveitarfélaganna en verið hefur til þessa, því að nú fá allir jafnt, hvar sem er á landinu. En mér finnst, að tilgangi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sé ekki fyllilega náð á þann hátt, því að auka þarf framlag, þar sem þörfin allajafna er brýnust. Og ég vænti, því þess, að þeirri till., sem flutt er í Sþ., verði vel tekið og sá árangur geti náðst út frá þeirri endurskoðun, sem fram á að fara, að nýir tekjustofnar komi til handa sveitarfélögunum. Það er allt útlit fyrir, að þess verði ekki minni þörf á næstu árúm en verið hefur nú að undanförnu. Þess vegna finnst mér sú till., sem ég flyt hér um, að hluti af þeim tekjum, sem nú renna í ríkissjóð, renni til sveitarfélaganna, réttmæt, vegna þess að það er þörf á frekari tekjum fyrir jöfnunarsjóð En verið hefur.

Þá er ég enn fremur með breytingu við 45. gr. l. Sú breyt. er um það, að sveitarstjórnir og framtalsnefndir í bæjum, þar sem skattstjóri er ekki búsettur, fái heimild til að leggja á útsvörin sjálfar, sveitarstjórnirnar fái þessa heimild sjálfar, en samkv. gildandi lögum nær þessi heimild aðeins til þeirra, sem hafa 500 íbúa og færri. Mér finnst mjög réttmætt að mæta óskum sveitarfélaganna í þessu efni, þar. sem mun vera yfirleitt vilji flestra sveitarstjórna og bæjarstjórna að inna þessi verk sjálf af hendi. Og enn þá nauðsynlegra finnst mér það, eftir að fram er komin hér till. á Alþ. þess efnis, að ríkissjóður eigi að fá sérstaka greiðslu fyrir þau störf, sem skattstofurnar eða skattstjórarnir inna af hendi fyrir hlutaðeigandi sveitarfélög. Og þessi till. finnst mér koma úr hörðustu átt, vegna þess að því var haldið fram, þegar skattanefndir voru lagðar niður og skattstofurnar myndaðar, að það mundi verða til verulegs útgjaldasparnaðar fyrir ríkissjóð, og þegar á það er litið, að ríkissjóður þarf að spara sér útgjöld, hygg ég, að flestir hafi skilið það á þann veg, að þetta kæmi ekki neins staðar til gjalda, vegna þess að þetta yrði raunverulegur sparnaður við vinnu. En svo virðist ekki vera, þar sem á að leggja enn þá nýjar byrðar á sveitarfélögin með því að innheimta sérstök gjöld af þeim til þess að rísa undir þeim kostnaði, sem af þessu kann að hljótast varðandi niðurjöfnun útsvara og annað, sem skattstjórarnir inna af hendi fyrir sveitarfélögin í landinu, þau sem ekki hafa heimild til að jafna niður þessum útsvörum sjálf.

En ég flyt enn fremur till, um það, að 8. gr. þessa frv. ásamt 65. gr. l. verði felld. Ég tel, að samkv. öðrum breyt. á frv. þurfi 65. gr. 1. ekki að standa lengur, því að tilgangi 65. gr. l. er náð annars staðar með þeim lagabreyt., sem hér liggja fyrir.

Þetta eru þær aðaltill., sem ég flyt og vænti, að hv. alþm. taki til greina og samþykki á þessu þingi.

Árið 1963 námu útsvörin í heild í landinu 781307779 kr., og sýnilegt er, að miklar hækkanir verða á útsvörum á þessu ári, og ekki er fráleitt að hugsa sér, að þau kunni að nema nokkuð yfir 800 millj. kr., eða útsvör og það tillag, sem kemur frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þetta samanlagt komi til með að vera nálægt því 1 milljarður kr. eða kannske nokkuð yfir. Þetta sýnir miklar þarfir bæjar- og sveitarfélaga fyrir miklar tekjur, og enn fremur sýnir þetta, hversu ört dýrtíðin hefur vaxið í landinu á undanförnum árum. Og það getur með jafnört vaxandi dýrtíð og verið hefur hin síðari ár orðið mjög erfitt fyrir ýmsar sveitarstjórnir að jafna niður þeim útgjöldum, sem þarf til að mæta þessum síauknu útgjöldum, sem verið hafa hin síðari ár og virðast enn þá vera í vændum.

Herra forseti. Ég hef hér með fært rök fyrir brtt. mínum, og ég vænti þess, að þeim verði vel tekið hér á hv. Alþingi. Að sjálfsögðu má margt ræða um þetta frv., sem hér liggur fyrir, en í því efni læt ég nægja að vitna til þess nái., sem hér liggur fyrir á þskj. 520, ásamt því að ég vitna til þeirrar ræðu, sem hv. 1. þm. Norðurl. e. flutti við 1. umr. þessa máls.