04.05.1964
Neðri deild: 89. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1215 í B-deild Alþingistíðinda. (895)

209. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég skal rekja í fáum orðum meginatriði þessa frv.

Fram til 1960 var sú regla í íslenzkum lögum, að útsvörin, sem voru aðaltekjustofn sveitarfélaga, skyldu lögð á eftir efnum og ásteeðum. Þær reglur, sem sveitarfélögin notuðu, voru mjög misjafnar, og var stefnt að því með endurskoðun útsvarsl. 1960 að koma meira samræmi á um þessi mál. Var þá ákveðið í þeim l. frá 1960 að lögfesta 3 útsvarsstiga, einn fyrir Beykjavík, annan fyrir aðra kaupstaði og þriðja fyrir önnur sveitarfélög. Það var unnið að því áfram að reyna að koma á enn meira samræmi í þessum efnum, og með l. um tekjustofna frá 1962 var ákveðinn einn og sami útsvarsstigi fyrir landið allt. Vegna þess að hér var um tilraun að ræða og tekjuþarfir sveitarfélaganna ákaflega ólíkar og reglur þær mismunandi, sem þau höfðu notað, varð auðvitað að hafa þennan útsvarsstiga nokkuð rúman. Við notkun hans hefur síðan komið í ljós, að öll eða flestöll sveitarfélög hafa getað gefið nokkurn afslátt frá útsvarsstiganum, þ.e.a.s., að þegar búið hefur verið að leggja útsvörin á, hefur heildarupphæð útsvaranna reynzt yfirleitt hærri en sú heildarupphæð, sem fjárhagsáætlun þeirra gerði ráð fyrir. Þetta hefur komið þannig út, eins og segir í grg. þessa frv., að allur þorri sveitarfélaganna hefur síðustu árin veitt afslátt, þannig að óvíða hefur afsláttur numið minna en 10%, en flestir kaupstaðir og kauptún hafa veitt afslátt milli 15 og 30%. Reykjavíkurborg veitti á s.l. ári 17% afslátt. Í sveitarhreppum hefur afslátturinn verið meiri, eða frá 40 upp í 60% og jafnvel þar upp fyrir.

Nú er svo kveðið á í 32. gr. tekjustofnal., að eftir að útsvar er á lagt eða útreiknað, réttara sagt, skuli veita fjölskyldufrádrátt, 800 kr. fyrir konu, en fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs 1000 kr. afslátt af útsvarinu fyrir fyrsta barn, 1100 kr. fyrir annað barn, 1200 kr. fyrir þriðja barn og þannig áfram, að frádrátturinn hækkar um 100 kr. fyrir hvert barn. Þessi fjölskylduafsláttur af útsvörum er sem sagt á annan veg en sá persónufrádráttur, sem ákveðinn er í tekjuskattslögum, þar sem dregin er viss fúlga fyrir maka og börn frá tekjunum, áður en á þær er lagður tekjuskattur. Hér er útsvarið reiknað út og síðan slegið af því eftir þessum reglum. Þar sem flest sveitarfélögin hafa þannig nú s.l. tvö ár veitt oftast verulegan afslátt af útsvari, hefur það raskað útsvarsstiganum og þessum afsláttarreglum fyrir fjölskyldurnar, barnfleiri fjölskyldum og þeim tekjulægri í óhag. Það er því ein meginbreyting þessa frv., sem hér liggur fyrir, að breyta þessum ákvæðum, endurskoða útsvarsstigann og breyta frá útsvarsafslætti eftir á yfir í persónufrádrátt, með það fyrir augum þá, að útsvarsstiginn, eins og hann yrði lögfestur nú, yrði í meira samræmi við hina raunverulegu tekjuþörf sveitarfélaganna. En þessi breyting hefur einnig þau áhrif, að hún á að vera barnmörgu fjölskyldunum og þeim tekjulægri í hag frá því, sem nú er í 1., eftir þeirri framkvæmd, sem orðið hefur. Í stað þessa útsvarsafsláttar, 1000 kr. fyrir fyrsta barn o.s.frv., er gert ráð fyrir, að hér verði tekin upp sama regla og er í útsvarsl. eða sama skipan að því leyti að veita persónufrádrátt frá tekjum, og gert ráð fyrir, að sá frádráttur nemi 25 þús. kr. fyrir einstaklinga, 35 þús. kr. fyrir hjón og 5 þús. kr. fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri gjaldanda.

Þá er önnur breyting sú, að í stað þess, að gjaldþrepin eru nú 8 að tölu, frá 14% og upp í 30%, er geri ráð fyrir, að útsvarsstiginn verði einfaldari með þessu frv., útsvarsgjaldþrepin 2 í stað 8. Álagningin ætti með þeim hætti að verða auðveldari og einfaldari í framkvæmd.

Í l. frá 1962 um tekjustofna sveitarfélaga var m.a. ákveðið aðstöðugjald, sem kom að nokkru í staðinn fyrir veltuútsvörin, sem voru numin úr lögum. í 10. gr. l. er ákvæði um hámark þessa aðstöðugjalds, og segir þar m.a., að það megi verða allt að 11/2 % af hvers konar iðnrekstri. Með þessu frv, er lagt til að lækka aðstöðugjaldið af fiskiðnaði úr 11/2 % niður í 1% .

Þá er í gildandi l. ákvæði varðandi aðstöðugjaldið, að ekkert sveitarfélag megi leggja hærri hundraðshluta aðstöðugjalds á neinn gjaldstofn en hundraðshluti veltuútsvars hafði verið 1960 af sama gjaldstofni. Hafa komið fram eindregnar óskir frá sveitarstjórnum og samtökum þeirra og landsþingi og fulltrúafundum, að þessu yrði breytt. Það þykir ekki fært að fella niður þessa takmörkun eða viðmiðun í einu lagi, en hefur orðið niðurstaðan að leggja til, eins og gert er í ákvæði til bráðabirgða í þessu frv., að þessi binding falli úr gildi á 3 árum, þ.e.a.s. um þriðjung á hverju ári 1964, 1965, 1966.

Þetta eru meginbreytingarnar, sem í frv. felast, og vil ég að öðru leyti varðandi nokkrar aðrar breytingar vísa til grg. En á bls. 4 og 5 er útreikningur á því, hvernig útsvar yrði samkv. gildandi útsvarsreglum og samkv, þeim útsvarsstiga og persónufrádrætti, sem hér er lagt til að tekinn verði upp, og þarf sú skrá út af fyrir sig ekki skýringar við. En auðvitað er rétt eð taka það fram til að fyrirbyggja misskilning, að í þessum samanburði er átt við annars vegar útsvarsstigann óbreyttan, þ.e.a.s. án afsláttar, eins og hann er í gildandi 1., og hins vegar útsvarsstigann samkv. frv., einnig án afsláttar. Um það, hver afsláttur kann að verða á þessu ári frá þessum útsvarsstiga, sem hér er lagt til að taka upp, eða hvort hann verður nokkur, er ómögulegt að segja. Það er ekki hægt að fullyrða fyrr en liggur nokkuð fyrir, hverjar heildartekjur gjaldþegnanna hafa verið á árinu 1963.

Ég tel ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um frv. að sinni. Það hefur gengið í gegnum Ed., og legg ég til, að því verði vísað til 2, umr. og hv. heilbr: og félmn.