04.05.1964
Neðri deild: 89. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1217 í B-deild Alþingistíðinda. (896)

209. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Forseti (SB):

Það er áform forseta, ef mögulegt er, að ljúka umr. um þetta dagskrármál, áður en fundi verður slitið nú eða frestað. Ef hins vegar það tekst ekki, mun verða nauðsynlegt að boða til kvöldfundar í hv. þd. Í trausti þess, að mögulegt reynist að ljúka umr. um 2. dagskrármálið, verður umr. haldið áfram enn um skeið.