05.05.1964
Neðri deild: 90. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (997)

148. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Matthías Á Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar d. hefur haft frv. til l. um breyt. á l. nr. 7/1963, um tollskrá o.fl., til athugunar, eins og Ed. gekk frá því frv. N, hefur yfirfarið frv., og fram hafa komið nokkrar athugasemdir í sambandi við það, sem n. hefur enn ekki lokíð við athugun á og þar af leiðandi ekki tekið afstöðu til. Hins vegar mun þeirri athugun verða lokið fyrir 3. umr. í d., og þá væntanlega mun n. hafa samráð við tollskrárnefnd, sem hefur undirbúið þetta frv., áður en gengið verður frá þeim till., ef einhverjar verða.

Meiri hl. mælir með því, eins og fram kemur í nál., að frv, verði samþ., en hefur þann fyrirvara að áskilja sér rétt til þess að flytja eða fylgja brtt., sem fram kynnu að koma á síðara stigi málsins.