30.04.1965
Neðri deild: 77. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1003)

89. mál, ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Eins og hæstv, félmrh. gerði grein fyrir við 1. umr. þessa máls, hefur þetta frv. aðeins inni að halda ákvæði, sem taka af tvímæli um það, að heimilt sé að veíta lán úr erfðafjársjóði eða af því fé, sem er í vörzlu félmrn. af erfðafé, til endurhæfingarstöðva öryrkja. Heilbr.- og félmn, hefur kynnt sér frv. og mælir einróma með því, að það verði samþ. óbreytt.