26.04.1965
Efri deild: 71. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1109 í B-deild Alþingistíðinda. (1009)

188. mál, innlent lán

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. í nóv. s. 1. voru samþ. lög á Alþ. um heimild fyrir ríkisstj. til þess að taka innlent lán eða bjóða út spariskírteini að upphæð allt að 75 millj. kr. Þetta var boðið út í tvennu lagi, fyrst 50 millj., síðan 25 millj. og seldust þessi spariskírteini upp á skömmum tíma. Í sambandi við framkvæmdaáætlun úrsins 1965 þarf að afla nokkurs lánsfjár innanlands og er lagt til með þessu frv., að þessi lánsheimild, sem var 75 millj. í l. frá í nóv., verði hækkuð upp í 150 millj., og er þá gert ráð fyrir, að boðnar verði út 75 millj. í spariskírteinum nú á næstunni, e.t.v. í tvennu lagi. Varðandi kjörin er gert ráð fyrir, að þau verði í meginatriðum þau sömu og voru í desemberútboðinu, m.a. verði skírteinin tryggð með vísitölu byggingarkostnaðar. Breyting verður hins vegar varðandi vaxtakjörin í samræmi við þá vaxtabreytingu, sem varð hér um áramótin.

Ég vil leggja til, að frv. verði visað til 2. umr. og hv. fjhn., og vildi beina því til hv. n. að skila áliti svo fljótt sem verða má, vegna þess að þess er óskað, að frv. þetta geti orðið að lögum í þessari viku.